Hætt við yfirtöku á NIBC

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Í ljósi þess óróleika sem nú er á fjármálamörkuðum hafa Kaupþing banki og NIBC ákveðið að falla frá fyrirhugaðri yfirtöku Kaupþings banka á NIBC. Umsóknir um samþykki eftirlitsaðila vegna kaupanna hafa verið dregnar til baka og kaupsamningurinn felldur niður.

Í ljósi þessarar þróunar verður ekki af forgangsréttarútboði Kaupþings, sem fyrirhugað var nú á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Þegar greint var frá fyrirhuguðum kaupum Kaupþings í ágúst á síðasta ári kom fram að kaupverðið á NIBC væri tæpir þrír milljarðar evra, jafngildi um 286 milljarða íslenskra króna, og hefði yfirtakan orðið sú stærsta sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í til þessa í einu lagi. Til samanburðar þá voru kaup Novators í Actavis upp á 190 milljarða króna og kaup Exista í Sampo upp á 170 milljarða. Novator átti fyrir hluta í Actavis og markaðsvirði félagsins var um 3,6 milljarðar evra er það var tekið af markaði.

Í nóvember greindi Morgunblaðið frá því að Kaupþing hefði lokið samningum við erlenda banka um að þeir sölutryggi hlutafjárútboð Kaupþings sem ráðist átti í, meðal annars vegna kaupanna á NIBC af bandaríska fjárfestingasjóðnum JC Flowers. Bjóða átti út um 200 milljónir nýrra hluta í bankanum. En eins og fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi hefur nú verið hætt við útboðið.

Kaupþing mun kynna ársuppgjör fyrir 2007 á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK