Vextir lækkaðir vestanhafs

00:00
00:00

Stjórn banda­ríska seðlabank­ans lækkaði stýri­vexti um hálfa pró­sentu í kvöld og eru stýri­vext­irn­ir þá 3%. Er þetta í annað skipti á átta dög­um, sem vext­irn­ir eru lækkaðir til að styðja við banda­ríska hag­kerfið, sem sum­ir hag­fræðing­ar telja að sé á barmi sam­drátt­ar.

Í til­kynn­ingu frá banka­stjórn­inni seg­ir, að fjár­mála­markaðir séu und­ir tals­verðu álagi og enn sé skort­ur á láns­fé fyr­ir fyr­ir­tæki og heim­ili. Þá bendi ný­leg­ar upp­lýs­ing­ar til þess, að sam­drátt­ur á fast­eigna­markaði hafi enn auk­ist og einnig séu vís­bend­ing­ar um sam­drátt á vinnu­markaði. 

Þá sagði banka­stjórn­in, að ákvörðunin í dag og í síðustu viku ætti að ýta und­ir hag­vöxt með tím­an­um og draga úr þeim hætt­um, sem steðjuðu að banda­rísku efna­hags­lífi. Hins veg­ar sé enn hætta á sam­drætti og banka­stjórn­in muni halda áfram að fylgj­ast með fjár­mála­mörkuðum. 

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK