Yfirmenn „þóttust ekki sjá“

Lögreglan gerði húsleit á heimili Kerviels.
Lögreglan gerði húsleit á heimili Kerviels. Reuters

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel sagði saksóknurum að yfirmenn sínir í Societe Generale-bankanum hljóti að hafa vitað að hann lagið tugi milljarða af evrum í áhættusöm, framvirk viðskipti, að því er haft var eftir heimildamanni í gær.

En á meðan hann hafi verið réttu megin við núllið hafi þeir „þóst ekki sjá“ hvað hann var að gera.

Staðfesti hann frétt franska vefmiðilsins Mediapart, þess efnis að Kerviel hafi sagt við saksóknara að hann teldi óhugsandi að stjórnendur bankans hafi ekki vitað af viðskiptunum sem urðu bankanum dýrkeypt.

„Ég er sannfærður um að þeir vissu hvað ég var að gera,“ mun Kerviel hafa sagt við yfirheyrslur um síðustu helgi.

„Það er óhugsandi að yfirmenn mínir hafi ekki vitað um upphæðirnar sem ég lagði fram. Það er ekki hægt að fá svona mikið með smáum upphæðum,“ sagði Kerviel.

Kvaðst hann þess vegna telja að á meðan hann var réttu megin við núllið hafi yfirmennirnir „þóst ekki sjá“ nákvæmlega hvað hann var að gera.

Stjórnendur Societe Generale, sem er einn stærsti banki Frakklands, saka Kerviel um að hafa tapað 4,82 milljörðum evra úr sjóðum bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK