50 milljarða hagnaður Exista

Hagnaður Exista eftir skatta nam 573,9 milljónum evra, jafnvirði 50 milljarða króna og jókst um 34,5% milli ára. Á síðasta ársfjórðungi var 295,6 milljóna evra tap, jafnvirði 26 milljarða króna, á rekstri. Segir félagið, að miklar sviftingar á fjármálamörkuðum hafi haft veruleg áhrif á virði eigna.

Fram kemur í tilkynningu Exista, að í lok janúar hafi félagið aðgang að tryggu lausafé sem nemi endurfjármögnunarþörf félagsins vel fram til ársins 2009, eða í 69 vikur.  

Haft er eftir Lýð Guðmundssyni, stjórnarformanni Exista, að óvenjulega skarpt verðfall á mörkuðum hafi reynt á undirstöður félagsins og Exista hafi sýnt mikinn styrk við þær aðstæður. Exista sé undir það búin, að takast á við ytri sveiflur og sé rekstri félagsins og áhættustýringu í samræmi við það.

„Stjórnendur félagsins gera sér grein fyrir að hluthafar okkar hafa fundið fyrir miklum sveiflum í verði hlutabréfa að undanförnu, eins reyndar fjárfestar víða um heim. Hins vegar teljum við að Exista hafi skapað sér afar athyglisverða stöðu á norrænum fjármálamarkaði sem feli í sér mikil tækifæri fyrir félagið til framtíðar," segir Lýður.

Exista kynnti einnig í dag breytingar á skipulagi félagsins. Markmið breytingannna er sagt vera að undirstrika enn frekar fjármálaþjónustu sem kjarnastarfsemi félagsins. Tvö ný stoðsvið, Rannsóknir og Fjárstýring, hafa verið sett á laggirnar, en eigin viðskipti hafa verið lögð niður.

Tilkynning Exista

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK