Forstjóralaun hjá Glitni 266 milljónir

Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.
Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var með 76 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi bankans.  Að auki fékk Lárus 300 milljóna króna greiðslu þegar hann réði sig til bankans á síðasta ári.

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis fékk 190 milljónir króna í launagreiðslur á síðasta ári. Þar af voru 100 milljónir bónusgreiðsla en Bjarni lét af starfi forstjóra Glitnis í maí á síðasta ári. Hann vann ákveðin ráðgjafastörf fyrir bankann eftir að hann hætti sem forstjóri Glitnis. Hagnaður Bjarna vegna kaupréttarsamninga nam 381 milljón króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK