Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var með 76 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi bankans. Að auki fékk Lárus 300 milljóna króna greiðslu þegar hann réði sig til bankans á síðasta ári.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis fékk 190 milljónir króna í launagreiðslur á síðasta ári. Þar af voru 100 milljónir bónusgreiðsla en Bjarni lét af starfi forstjóra Glitnis í maí á síðasta ári. Hann vann ákveðin ráðgjafastörf fyrir bankann eftir að hann hætti sem forstjóri Glitnis. Hagnaður Bjarna vegna kaupréttarsamninga nam 381 milljón króna.