Heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 samanborið við 163,7 milljarða króna árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 26,1 milljarð króna á milli ára.
Hagnaður bankanna nam alls 17 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2007 samanborið við 41,5 milljarða á sama tímabili árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 24,5 milljarða króna á milli tímabila.
Heildareignir bankanna þriggja námu í árslok 2007 11.353,7 milljörðum króna samanborið við 8.474,6 milljarða króna í árslok 2006. Þær hafa því aukist um 2.879,1 milljarð króna á milli ára.
Hagnaður Glitnis á árinu 2007 nam 27,7 milljörðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 70 milljörðum króna og Landsbankans 39,9 milljörðum króna.
Hagnaður Glitnis á árinu 2006 nam 38,2 milljörðum króna, Kaupþings 85,3 milljörðum króna og Landsbankans 40,2 milljörðum króna.
Á fjórða ársfjórðungi 2007 nam hagnaður Glitnis 2,5 milljörðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 9,6 milljörðum og Landsbankans 4,9 milljörðum króna.
Á fjórða ársfjórðungi 2006 nam hagnaður Glitnis 9,3 milljörðum króna, Kaupþings 18,1 milljarði og Landsbankans 14,1 milljarði króna.
Heildareignir Glitnis námu í árslok 2007 2.948,9 milljörðum króna. Kaupþings 5.347,3 milljörðum króna og Landsbankans 3.057,5 milljörðum króna.
Í árslok 2006 námu heildareignir Glitnis 2.246,3 milljörðum króna. Kaupþings 4.055,4 milljörðum króna og Landsbankans 2,172,9 milljörðum króna.