Hagnaður bankanna dregst saman

Heild­ar­hagnaður viðskipta­bank­anna þriggja, Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans, nam 137,6 millj­örðum króna árið 2007 sam­an­borið við 163,7 millj­arða króna árið 2006. Hagnaður­inn hef­ur því dreg­ist sam­an um 26,1 millj­arð króna á milli ára.

Hagnaður bank­anna nam alls 17 millj­örðum króna á fjórða árs­fjórðungi 2007 sam­an­borið við 41,5 millj­arða á sama tíma­bili árið 2006. Hagnaður­inn hef­ur því dreg­ist sam­an um 24,5 millj­arða króna á milli tíma­bila.

Heild­ar­eign­ir bank­anna þriggja námu í árs­lok 2007 11.353,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 8.474,6 millj­arða króna í árs­lok 2006. Þær hafa því auk­ist um 2.879,1 millj­arð króna á milli ára.

Hagnaður Glitn­is á ár­inu 2007 nam 27,7 millj­örðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 70 millj­örðum króna og Lands­bank­ans 39,9 millj­örðum króna.

Hagnaður Glitn­is á ár­inu 2006 nam 38,2 millj­örðum króna, Kaupþings 85,3 millj­örðum króna og Lands­bank­ans 40,2 millj­örðum króna.

Á fjórða árs­fjórðungi 2007 nam hagnaður Glitn­is 2,5 millj­örðum króna. Hagnaður Kaupþings nam 9,6 millj­örðum og Lands­bank­ans 4,9 millj­örðum króna.

Á fjórða árs­fjórðungi 2006 nam hagnaður Glitn­is 9,3 millj­örðum króna, Kaupþings 18,1 millj­arði og Lands­bank­ans 14,1 millj­arði króna.

Heild­ar­eign­ir Glitn­is námu í árs­lok 2007 2.948,9 millj­örðum króna. Kaupþings 5.347,3 millj­örðum króna og Lands­bank­ans 3.057,5 millj­örðum króna.

Í árs­lok 2006 námu heild­ar­eign­ir Glitn­is 2.246,3 millj­örðum króna. Kaupþings 4.055,4 millj­örðum króna og Lands­bank­ans 2,172,9 millj­örðum króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK