Íslenska útrásin að stöðvast?

Annar tónn hefur verið í fréttum af íslenskum útrásarfyrirtækjum og bönkum undanfarið en Íslendingar hafa mátt venjast undanfarin ár. Tilkynnt var í gær að Kaupþing hefði hætt við yfirtöku hollenska bankans NIBC, sem annars hefði orðið stærsta yfirtaka í sögu íslensks viðskiptalífs.

Gert hefur verið samkomulag við Baugur Group um að tískuvöruverslanakeðjan Whistles gangi út úr fyrirtækinu Mosaic Fashions og hefur verðandi forstjóri keðjunnar keypt 20% hlut í henni. Þá seldi Dagsbrún Media danska fjárfestinum Morten Lund 51% hlut í fríblaðinu Nyhedsavisen fyrir skemmstu. Í ljósi frétta sem þessara var leitað viðbragða forstöðumanna íslenskra banka og útrásarfyrirtækja og þeir inntir álits á ákvörðun Kaupþings og stöðu útrásarinnar.

Almennt segja viðmælendur Morgunblaðsins ákvörðun Kaupþings skynsamlega miðað við núverandi aðstæður, hún eyði óvissu og lækki áhættustig íslenska fjármálamarkaðarins mikið.

Stjórnendur virðast ekki líta svo á að fréttir undanfarinna vikna bendi til þess að íslenska útrásin sé að stöðvast, en telja að hægja muni á henni á næstu mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK