SA vilja fjölga konum í stjórnunarstöðum

Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu og hafa bent á að hlutur þeirra hafi ekki aukist þrátt fyrir aukna menntun og umræðu. Það sé mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og launa. Þetta kemur fram á vef SA.

„Framundan er tími aðalfunda og stjórnarkjörs og af því tilefni var í dag birtur í fjölmiðlum listi yfir rúmlega 100 konur sem eru reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja. Konur skipa innan  við 10% stjórnarsæta í stærstu fyrirtækjum landsins og því ljóst að þar hallar verulega á konur," segir á vef SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK