Segir stýrivaxtalækkun nauðsynlega

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Árvakur/Brynjar Gauti

Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings, seg­ir að þróun á ís­lensk­um fast­eigna­markaði að und­an­förnu geri það að verk­um, að nauðsyn­legt sé að Seðlabank­inn hefji lækk­un stýri­vaxta í fe­brú­ar.

Að sögn Reu­ters­frétta­stof­unn­ar sagði Hreiðar Már á kynn­ingu á árs­upp­gjöri bank­ans í dag, að ekki sé merkj­an­leg aukn­ing van­skila á fast­eignalán­um bank­ans en hins veg­ar sé greini­legt að eft­ir­spurn eft­ir slík­um lán­um sé að minnka.

„Ég tel að þetta þýði að mik­il­vægt sé fyr­ir Seðlabank­ann að draga eins fljótt og mögu­legt er úr aðhaldsaðgerðum á pen­inga­markaði," hef­ur Reu­ters eft­ir Hreiðari Má. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK