Microsoft gerir yfirtökutilboð í Yahoo!

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefur gert yfirtökutilboð í bandarísku vefgáttina Yahoo. Miðast tilboðið við 31 dal á hlut eða alls 44,6 milljarða Bandaríkjadala, 2.907 milljarða króna. Vefur Wall Street Journal greinir frá þessu.

Yahoo! heldur úti vinsælli vefgátt með annarri vinsælustu leitarvél heims og tölupóstþjónustu. Microsoft mun hafa boðið 31 Bandaríkjadal á hlut.

Microsoft er stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, en ætlunin með kaupunum mun vera sú að efla starfsemi fyrirtækisins á netinu, en þar hefur fyrirtækið átt í erfiðri samkeppni við Google, sem hefur mikla yfirburði í leitarvélarþjónustu og heldur úti geysivinsælli tölvupóstþjónustu.

Haft er eftir forstjóra Microsoft, Steve Ballmer, að Microsoft meti Yahoo mikils og saman geti félögin boðið neytendum, útgáfufyrirtækum og auglýsendum upp á gríðarlega fjölbreyttar lausnir og um leið bætt stöðu fyrirtækjanna á hörðum markaði á netinu.

Höfuðstöðvar Yahoo.
Höfuðstöðvar Yahoo. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka