Skilyrði sett um kaup Kaupþings í Ekortum

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið Árvakur/Golli

Samkeppniseftirlitið hefur sett ákveðin skilyrði fyrir kaupum Kaupþings á 49% hlutafjár í Einkaklúbbnum (nú Ekortum ehf.) Fela skilyrðin í sér að SPRON, Kaupþing og Einkaklúbburinn muni starfa sem mest óháð hvert öðru. Einkaklúbburinn mun lúta sjálfstæðri stjórn og SPRON og Kaupþing gefa út kreditkort undir vörumerkinu e-kort án samstarfs hvort við annað.  Var samruninn samþykktur með þessu fororði.

Kaupþing keypti hlutinn af SPRON og fólst í  samningum  að Kaupþing og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis myndu fara saman með stjórn félagsins og eiga hlutafé að jöfnu.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK