Er allt á niðurleið á Íslandi?

mbl.is

Breska blaðið Sunday Telegraph veltir því fyrir sér hvort allt sé á niðurleið  á Íslandi í ítarlegri umfjöllun í dag. Þar kemur fram að íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar séu orðnir vanir því að svefn þeirra sé truflaður vegna umferðar einkaþotna en hvergi í heiminum sé jafnmargar slíkar að finna og á Íslandi. Eins sé það á huldu hvaðan auður íslenska athafnamanna hafi komið i í upphafi.

Í greininni er fjallað um smæð Reykjavíkur og um leið fjölda auðmanna. Meðal annars er talað um Baug og fjárfestingar félagsins í Bretlandi og Landsbankans. Jafnframt um Bakkavör og Björgólfsfeðga og tekið fram að listinn sé miklu lengri. Hins vegar sé uppi vaxandi ótti um að íslenskir fjárfestar muni fljótlega vakna upp við vondan draum þar sem vöxturinn hafi verið of hraður undanfarin ár. Segir í greininni að það séu sjö sinnum meiri líkur á að Kaupþing lendi í vandræðum heldur en hefðbundinn evrópskur banki og að alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hafi tekið lánshæfiseinkunn íslensku bankanna til athugunar í síðustu viku með mögulega lækkun í huga. Jafnframt hafi Standard & Poor's varað við ástandinu á Íslandi.

Í greininni kemur fram að ekki þurfi mikið til svo það myndist lægð í efnahagslífi Íslands og að einhverjir óttist jafnvel að íslensku bankarnir standi ekki mikið betur en breski bankinn Northern Rock.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK