Er nóg að hætta við ein viðskipti?

Fjallað er um íslensku bankana í Lex-dálki breska viðskiptadagblaðsins Financial Times sl. föstudag og spurt hvort það sé nóg að hætta við ein viðskipti til þess að forðast fjármálakreppu. Er þar vísað til þess að Kaupþing hætti í síðustu viku við að kaupa hollenska bankann NIBC en eins og fram kemur í dálkinum lækkaði skuldatryggingaálag Kaupþings um 14% í kjölfarið. „Íslenska blóðskammarhagkerfið varpaði öndinni léttar og verð á skiptasamningum með skuldabréf Landsbanka og Glitnis lækkaði. Þrátt fyrir það tvístíga fjárfestar. Skuldatryggingaálag flestra evrópskra banka með svipaða lánshæfiseinkunn er 60. Álagið á Kaupþing var 480 á miðvikudag,“ segir Lex.

Tekið er fram að óneitanlega verðskuldi íslensku bankarnir áhættuálag enda séu þeir háðir lánsfjármagni, sem sé vandamál. „Moody's dregur réttilega í efa hvort féð sem bankarnir hafa fengið í gegnum netreikningana muni draga úr þörf þeirra fyrir lánsfjármagn. Erfiðara verður að skila hagnaði á þessu ári þar sem tekjur vegna markaðsviðskipta, fjárfestinga og fyrirtækjaráðgjafar lækka. Og þegar skuldatryggingaálagið er svona hátt getur útgáfa skuldabréfa eða hlutafjár reynst erfið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK