Kaupþing í vaxtastríði í Bretlandi

Spari­fjár­eig­end­ur í Bretlandi njóta góðs af vaxta­stríði sem komið er upp meðal inn­láns­stofn­ana. Breski bank­inn HSBC leiðir bar­átt­una um spari­fé fólks með því að bjóða upp á 8% vexti en Kaupþing fylg­ir fast á eft­ir með því að bjóða 6,5% vexti á inn­láns­reikn­ing­um.

Á frétta­vef Times kem­ur fram að HSBC býður bæði nú­ver­andi og nýj­um viðskipta­vin­um sem opna inn­láns­reikn­ing fyr­ir 31. mars upp á 8% vexti á inn­lán­um. Jafn­framt er þeim boðið upp á að fá yf­ir­drátt­ar­lán upp á allt að 1 þúsund pund.  En líkt og oft áður má ekki gleyma smáa letr­inu. Þeir sem fara að þess­um kjör­um þurfa að greiða 12,95 pund í þókn­un á mánuði, sem ger­ir 155,40 á ári en til þess að fá þessi kjör þarf að greiða þókn­un­ina í að minnsta kosti eitt ár. Jafn­framt fá viðskipta­vin­ir HSBC 8% vexti af fjár­hæðum und­ir 1 þúsund pund­um en mun lægri vexti eft­ir það.  Ef yf­ir­drátt­ur­inn reyn­ist yfir 1 þúsund pund þá þurfa viðskipta­vin­ir HSBC að greiða 16,1% í yf­ir­drátt­ar­vexti.

Kem­ur fram í frétt Times að þrátt fyr­ir að Kaupþing bjóði upp á lægri vexti held­ur en HSBC þá séu færri fyr­ir­var­ar sem gerðir eru um stöðu reikn­inga bank­ans held­ur en hjá sam­keppn­isaðilan­um. En inn­láns­reikn­ing­arn­ir sem um ræðir hjá Kaupþingi eru all­ir net­reikn­ing­ar.

Þegar Kaupþing kynnti af­komu sína á síðasta ári kom fram í máli Hreiðars Más Sig­urðsson­ar, for­stjóra Kaupþings, að bank­inn hafi aukið áherslu sína á inn­lán og í októ­ber hóf bank­inn starf­semi inn­lána­banka á net­inu fyr­ir al­menn­ing sem kall­ast Kaupt­hing Edge og nær nú til fimm landa.

Hreiðar seg­ir þetta hafa skilað sér í nærri 30 þúsund viðskipta­vin­um í inn­lánaviðskipti. Hlut­fall inn­lána af út­lán­um viðskipta­vina hafi auk­ist í 42% í fyrra og stefnt sé að 50% í ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK