Raungengið ekki lægra í heilt ár

mbl.is/Júlíus

Raungengi, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags hér á landi samanborið við helstu viðskiptalönd, lækkaði um 3,5% í janúar frá fyrri mánuði samkvæmt mælingu Seðlabanka Íslands sem var birt í gær. Vísitala raungengis er nú 103,8 stig og hefur ekki verið lægri í heilt ár.

Segir í Morgunkorni Glitnis að lækkunin sé tilkomin vegna veikingar krónu í janúar sem nam 4,3% innan mánaðar en hreyfingar nafngengis eru ráðandi í raungengisþróun til skemmri tíma.

Raungengi krónunnar fór hækkandi framan af síðasta ári en viðsnúningur varð í júlí þegar lausafjárkrísan byrjaði að hafa áhrif til lækkunar gengis krónunnar á síðari hluta árs. Síðan í júlí hefur raungengið lækkað um 8,6% en á sama tíma hefur nafngengi krónunnar lækkað um 14%.


Lægra raungengi hefur öllu jafna jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð þar eð samkeppnisstaða útflutningsgreina og þeirra greina sem eru í samkeppni við innfluttar vörur batnar ásamt því að dýrari innflutningur ætti að slá á einkaneyslu. Þannig eykur lækkandi raungengi samkeppnishæfni þjóðarbúsins í alþjóðlegu tilliti, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK