Mikill samdráttur fasteignalána

Nýjar tölur frá Seðlabankanum um útlán banka og sparisjóða sýna  mikinn samdrátt á fasteignamarkaði. Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings, að í janúar námu íbúðarlán banka um 850 milljónum króna og hafa ekki verið lægri síðan að þeir hófu að veita íbúðalán haustið 2004.

Samdráttur milli ára nemur tæpum 70% og er lækkunin milli mánaða rúm 50 prósent. Segir Kaupþing, að sú sterka eftirspurn, sem einkenndi árið 2007, virðist því hafa dregist allsnögglega saman m.a. vegna hærri útlánavaxta. 

Að meðaltali námu íbúðalán í janúar 28 milljónum á dag sem svarar u.þ.b. til einnar íbúðar á dag. Til samanburðar voru útlánin þegar mest var rúmur milljarður á dag.

Greiningardeild Kaupþings segir, að neikvæðar fréttir af fjármála- og fasteignamörkuðum upp á síðkastið ættu að styðja við þá skoðun, að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands sé nú skammt undan. Spáir greiningardeildin því, að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 14. febrúar næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka