Útlán Íbúðalánasjóðs aukast um 6%

mbl.is

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í janúar námu rúmlega 4,5 milljörðum króna, sem er ríflega 6% aukning frá janúar 2007. Þar af voru tæplega 3,5 milljarðar króna vegna almennra útlána en leiguíbúðalán námu rúmum einum milljarði króna. Meðallán almennra útlána var um 9,7 milljónir króna og hafa þau hækkað um tæp 12% frá fyrra mánuði. Ef miðað er við sama tíma í fyrra þá hafa meðallán almennra útlána hækkað um rúmlega 2%. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir janúar.

Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækkaði talsvert í janúar eða um 25-105 punkta eftir flokkum. Veltumet með íbúðabréf var slegið í janúar síðastliðnum, en þá nam veltan tæpum 357 milljörðum króna og hefur aldrei mælst jafn mikil í einum mánuði. Velta íbúðabréfa hefur aukist umtalsvert frá desember 2007 en þá nam hún rúmlega 155 milljörðum.

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK