Undirbýr málshöfðun vegna starfslokasamnings

Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt, sagði í Silfri Egils í dag, að hann væri að undirbúa málssókn á hendur Glitni vegna starfslokasamnings, sem gerður var við Bjarna Ármannsson, fyrrverandi forstjóra bankans á síðasta ári.

Vilhjálmur sagði, að bankinn  hefði keypt rúmlega 234 milljónir hluta í bankanum af Bjarna á genginu 29 en viðskiptagengi á bréfum bankans hefði á þessum tíma verið um og yfir 27. Þarna hefði bankinn tekið úr sameiginlegum sjóðum hluthafa til að kaupa eigin hluti af einum hluthafa á 7-8% yfirgengi.

Þetta sagði Vilhjálmur að væri misnotkun á almennri heimild aðalfundar til stjórnar bankans að kaupa eigin hluti og andstætt hlutafjárlögum. Sagðist Vilhjálmur vera að undirbúa málssókn í þá átt.

Vilhjálmur gagnrýndi einnig harðlega kaupréttarsamninga, sem íslensk fyrirtæki hafa gert við stjórnendur og starfsmenn og sagði að í þeim væru engar tengingar við rekstur fyrirtækjanna eða kröfur um árangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK