Spyrja Fjármálaeftirlitið um SPRON

mbl.is/Eyþór

Vil­hjálm­ur Bjarna­son hef­ur, fyr­ir hönd stjórn­ar Fé­lags fjár­festa, sent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu bréf þar sem spurt er hvort stofn­un­in hafi bannað SPRON að birta upp­lýs­ing­ar um viðskipti stjórn­ar­manna, en það kom fram í yf­ir­lýs­ingu, sem stjórn SPRON sendi frá sér á föstu­dag.

Þá spyr Vil­hjálm­ur í béf­inu á hvaða laga­grund­velli slík fyr­ir­mæli kunni að hafa verið reist hafi Fjár­mála­eft­ir­litið bannað birt­ingu um­ræddra upp­lýs­inga. Einnig spyr Vil­hjálm­ur hvort Fjár­mála­eft­ir­litið líti svo á, að öðrum spari­sjóðum sé bannað að birta upp­lýs­ing­ar um viðskipti frum­inn­herja með eign­ar­hluti í hlutaðeig­andi fé­lög­um.

„Stjórn Sam­taka fjár­festa vís­ar til þess að á síðasta ári áttu nokk­ur þúsund fjár­fest­ar  viðskipti með stofn­fjár­hluti í spari­sjóðum fyr­ir tugi  millj­arða króna. Vegna um­fangs þess­ara viðskipta tel­ur stjórn­in brýnt að öll­um vafa sé eytt um hvort heim­ilt hafi verið eða skylt að birta upp­lýs­ing­ar um viðskipti frum­inn­herja í um­rædd­um fé­lög­um.  Leiki ein­hver vafi á því, bein­ir stjórn­in þeim til­mæl­um til FME að hon­um verði eytt," seg­ir m.a. í bréfi fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK