Yahoo hefur formlega hafnað yfirtökutilboði Microsoft upp á 31 dal á hlut eða 44,6 milljarða Bandaríkjadala. Var greint frá þessu formlega í dag eftir að fregnir af því að tilboðið þætti of lágt láku út til fjölmiðla um helgina.
Telja margir sérfræðingar á fjármálamarkaði að Microsoft eigi eftir að hækka tilboð sitt um 5 -12 milljarða dala. Er talið að Yahoo krefjist þess að Microsoft greiði 56 milljarða dala eða um 40 dali á hlut fyrir félagið.