Óttast íslenska kollsteypu

Danska viðskipta­blaðið Bør­sen fjall­ar í dag um ís­lenskt efna­hags­líf og seg­ir að á alþjóðleg­um fjár­mála­markaði séu vax­andi áhyggj­ur af stöðu ís­lenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja og vís­ar m.a. til þess að í gær hafi ís­lenska krón­an lækkað mikið gagn­vart evru og öðrum mynt­um.

Ekki sé óhugs­andi að stóru ís­lensku fjár­fest­ing­ar­fé­lög­in gætu lent í mikl­um erfiðleik­um og at­hygl­in bein­ist einkum að Ex­ista en eigið fé fé­lags­ins hafi dreg­ist mjög sam­an að und­an­förnu. 

Blaðið seg­ir, að Ex­ista hafi fjár­fest í ís­lensk­um og nor­ræn­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um á borð við Kaupþingi og Sampo Group, en markaðsvirði þess­ara fé­laga hafi minnkað mikið að und­an­förnu vegna láns­fjár­krepp­unn­ar á alþjóðleg­um mörkuðum.

Ex­ista seg­ir hins veg­ar, að báðar þess­ar fjár­fest­ing­ar séu hugsaðar til langs tíma. 

Bør­sen seg­ir, að Ex­ista sé eitt stærsta fyr­ir­tækið á Íslandi og markaðsvirði þess sé nú um 167 millj­arðar ís­lenskra króna. En út­reikn­ing­ar, sem nor­ræni bank­inn Nordea hafi gert fyr­ir blaðið, sýni að Ex­ista sé ná­lægt því að vera tækni­lega greiðsluþrota.

Blaðið seg­ir, að eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið jafn­v­irði 238 millj­arða ís­lenskra króna í síðasta upp­gjöri en þegar til­lit hafi verið tekið til geng­is­lækk­un­ar hluta­bréfa­eign­ar fé­lags­ins í þeim fyr­ir­tækj­um, sem skráð eru á markaði og viðskipta­vild­ar séu aðeins um 13,4 millj­arðar eft­ir af eig­in fé.

„Ef aðeins er horft til þeirr­ar hluta­bréfa­eign­ar fyr­ir­tæk­is­ins, sem skráð er á markaði, og hún reiknuð á markaðsvirði, og bók­færð viðskipta­vild er jafn­framt fjar­lægð þá eru skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins álíka mikl­ar og hluta­bréfa­eign­in," seg­ir Michael West Hybholt, sér­fræðing­ur Nor­eda, sem hef­ur gert út­reikn­ing­ana fyr­ir Bør­sen.

Hann bend­ir þó einnig á, að Ex­ista hafi tryggt sér fjár­mögn­un fyr­ir starf­semi sína fram á mitt ár 2009 og bók­halds­lega hafi fyr­ir­tækið ekki gert neitt rangt. 

Bør­sen vís­ar til þess, að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hafi ný­lega til­kynnt að verið væri að end­ur­skoða láns­hæfis­ein­kunn Glitn­is og Lands­bank­ans. Áður hafði fyr­ir­tækið tekið Kaupþing til end­ur­skoðunar. Moo­dy's vísaði til óveðurs­skýja yfir banka­markaðnum en Michael West Hybholt seg­ir, að marg­ir fjár­fest­ar hafi lengi verið afar tor­tryggn­ir í garð ís­lenskra banka.

„Vegna eigna­tengsla ís­lenskra fyr­ir­tækja er hætta á að fyr­ir­tæki, sem lend­ir í erfiðleik­um, dragi önn­ur með sér niður," seg­ir hann. 

Grein Bør­sen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK