Eðlilegt að skrá hlutabréf í erlendri mynt

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, á …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, á viðskiptaþingi í dag. Árvakur/Golli

Uppgjör og skráning hlutabréfa í erlendri mynt er eðlilegur fylgifiskur aukinnar alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja og forsenda fyrir því að hugmyndir um um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð gangi eftir. Þetta kom fram í erindi Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi í dag.

Vanhugsað af stjórnvöldum að sporna við þessari þróun

„Ljóst er að íslensk fyrirtæki hafa margvíslegan ávinning af umbreytingu uppgjörs í aðra mynt. Það er vanhugsað af stjórnvöldum að sporna við þessari þróun og stuðla þannig að því að íslensk fyrirtæki standi höllum fæti í alþjóðlegri samkeppni. Regluverk á þessu sviði á ekki að einkennast af boðum og bönnum heldur vera opið, almennt og skilvirkt.

Afstaða Seðlabankans, eins og hún birtist í nýlegri umsögn um uppgjör í evrum, gengur þvert á þessar hugmyndir. Hún virðist fremur byggja á andstöðu gagnvart frekari alþjóðavæðingu og afnámi hafta á íslensku viðskiptalífi heldur en neikvæðum áhrifum af uppgjöri fjármálafyrirtækja á peningastefnu bankans. Þetta er undarlegt í ljósi þess mikla ábata sem framrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði hefur skilað innlendu hagkerfi á undanförnum árum. Í umsögninni er lítið sem ekkert minnst á neikvæðar afleiðingar uppgjörs fjármálafyrirtækja í erlendri mynt.

Það kemur ekki á óvart, enda líklegt að uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt væri fremur til þess fallið að styrkja peningastefnuna en veikja," segir Erlendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK