FL Group hefur selt Geysi Green

FL Group hefur selt 43,1% eignarhlut sinn í Geysir Green Energy til Glitnis banka, Atorku Group, og fleiri aðila. Söluverðið er um 10,5 milljarðar króna og nemur áður bókfærður gengishagnaður FL Group um 3 milljörðum króna sem jafngildir um 40% hækkun á fjárfestingu í félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem afkoman á síðasta ári er kynnt. Í desember, þegar FL Group var endurskipulagt, kom fram að til stæði að félag í eigu Hannesar Smárasonar, fráfarandi forstjóra FL Group og stjórnarformanns Geysis Green, kaupi 23% eignarhlut í Geysi Green af FL Group en eignarhlutur FL Group í Geysi eftir viðskiptin yrði 20%.

Þá kemur fram í tilkynningu FL Group, að gengið hafi verið frá sölu á erlendum fasteignasjóðum til Landic Property fyrir 20,6 milljarða króna, í samræmi við fyrirætlanir sem kynntar voru í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK