Fundur boðaður með aðilum á fjármálamarkaði

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað aðila á fjármálamarkaði til fundar á morgun til að ræða um viðbrögð við versnandi stöðu á fjármálamörkuðum. Telur ríkisstjórnin eðlilegt að vera í viðbragðstöðu og undirbúa ráðstafanir í því skyni að draga úr neikvæðum afleiðingum hugsanlegrar lánsfjárkreppu á alþjóðamörkuðum.

Þetta kom fram í erindi  Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi.

Geir fjallaði um hækkandi skuldatryggingaálag íslensku bankanna. Sagði hann líklegt, að það stafi að hluta til af upplýsingaskorti alþjóðlegra fjárfesta um raunverulega stöðu bankanna. 

„Sérfræðingar greiningarfyrirtækisins Credit Sights hafa til að mynda sagt að áhættan í tengslum við íslensku viðskiptabankanna sé ofmetin og að skuldatryggingaálagið gefi ekki rétta mynd af raunstöðu þeirra. Hins vegar er þetta álag eitt og sér grafalvarlegt má og torveldar bönkunum eðlilega lánsfjáröflun á mörkuðum sem eru erfiðir fyrir vegna lánsfjárskorts," segir Geir.

Að sögn Geir þá gætir enn neikvæðrar umfjöllunar hjá einstaka greiningaraðilum og fjölmiðlum um stöðu íslensks efnahagslífs. „Þar er iðulega farið með hreinar stað­reynda­villur og lýsingar á stöðu íslenska hagkerfisins eru mjög ýktar. Það er áhyggjuefni að þessir aðilar skuli ekki taka tillit til þeirra ítarlegu upplýsinga sem öllum eru aðgengilegar og lýsa sterkri stöðu bankanna og ríkissjóðs. Hér virðast önnur öfl ráða ferðinni en leitin að sannleikanum."

Ræða forsætisráðherra í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK