Hagnaður Coca-Cola Co., stærsta drykkjarvöruframleiðanda heims, nam 1,21 milljarði dala á síðustu þremur mánuðum ársins 2007 og jókst um 79% frá sama tímabili ársins á undan.
Á árinu öllu nam hagnaður félagsins 5,98 milljörðum dala eða 2,57 dölum á hlut samanborið við 5,08 milljarða hagnað árið 2006 eða 2,16 dali á hlut.
Félagið segir að markaður fyrir gosdrykki hafi vaxið og einnig hafi sala á vatni, íþróttadrykkjum og appelsínusafa aukist.