Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands á Viðskiptaþingi í dag.
Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands á Viðskiptaþingi í dag. Árvakur/Golli

Nú­ver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag Íbúðalána­sjóðs er mein í ís­lensku hag­kerfi og skort­ir mikið á að al­menn umræða um hann sé byggð á traust­um grunni, seg­ir Er­lend­ur Hjalta­son, formaður Viðskiptaráðs Íslands.

„Svo virðist sem stór hluti al­menn­ings telji sjóðinn mynda viðnám gegn háum vöxt­um bank­anna og verður ekki bet­ur séð en að þetta sé ímynd sem Íbúðalána­sjóður legg­ur mikið upp úr að viðhalda.

Á meðan Seðlabanki Íslands hækk­ar stýri­vexti til að slá á verðbólgu held­ur hið op­in­bera hús­næðis­vöxt­um lág­um með niður­greiðslu al­mennra hús­næðislána í gegn­um Íbúðalána­sjóð. Þetta jafn­gild­ir því að stíga á bremsu og bens­ín­gjöf á sama tíma. Þessi vinnu­brögð hins op­in­bera hafa án nokk­urs vafa átt stór­an þátt í að spilla fyr­ir virkni pen­inga­stefn­unn­ar og leitt til óhóf­legr­ar hækk­un­ar stýri­vaxta. Þetta skaðar sér­stak­lega þá sem síst skyldi, hópa sam­fé­lags­ins sem ekki geta varið sig fyr­ir háum skamm­tíma­vöxt­um," sagði Er­lend­ur á Viðskiptaþingi í dag.

Seg­ir hann að breyta þurfi hlut­verki Íbúðalána­sjóðs strax og það sé á ábyrgð stjórn­valda að upp­lýsa um nei­kvæðar af­leiðing­ar af starf­semi hans.

Íbúðalána­sjóður ógn við jafn­vægi

„Í nú­ver­andi mynd er hann ógn við jafn­vægi í hag­kerf­inu og fjár­mála­stöðug­leika í land­inu. Ríkið á að hverfa frá sam­keppn­is­rekstri í al­menn­um hús­næðislán­um og ein­beita sér að virk­um fé­lags­leg­um úrræðum fyr­ir þá sem raun­veru­lega þurfa aðstoð við að koma þaki yfir höfuðið," seg­ir Er­lend­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK