Kaupþing og Ekstra-Bladet hafa náð sáttum í meiðyrðamáli, sem íslenski bankinn höfðaði gegn blaðinu vegna greinaflokks um íslenskt fjármálalíf sem birtist árið 2006. Fréttavefur Berlingske Tidende segir frá þessu en þar kemur fram að skýrt verði frá niðurstöðunni síðar í dag.
Vefurinn hefur eftir Bent Falbert, aðalritstjóra Ekstra-Bladet, að hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en það er endanlega fráfengið. Fram kemur að væntanlega þurfi blðið að greiða yfir 10 milljónir danskra króna, jafnvirði 134 milljóna króna.