Laun Hannesar Smárasonar, sem var forstjóri FL Group þar til í desember á síðasta ári, námu 139,5 milljónum króna á síðasta ári að því er kemur fram í ársreikningum félagsins. Þá námu laun Jóns Sigurðssonar, sem var aðstoðarforstjóri þar til hann tók við forstjórastarfinu, 32,5 milljónum króna.
Fram kemur í tilkynningu frá FL Group, að gengið hafi verið frá starfslokasamningi við Hannes í desember og nemi sá samningur um 90 milljónum króna. Ekki verði um frekari gjaldfærslu að ræða vegna starfslokanna og Hannes er ekki með kauprétt í félaginu.
Laun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group, námu 5,8 milljónum á síðasta ári. Laun Skarphéðins Bergs Steinarssonar, sem var stjórnarformaður hluta ársins, námu 5,9 milljónum.
Þá kemur fram að laun fimm framkvæmdastjóra FL Group námu samtals 183,7 milljónum króna.