Nikkei hækkar í kjölfar Wall Street

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36% í Kauphöllinni í Tókýó í dag og er lokagildi hennar 13.068,30 stig. Skýrist þetta einkum af hækkunum vestanhafs í gærkvöldi en ekki voru mikil viðskipti í Tókýó í dag enda bíða fjárfestar eftir helstu hagtölum frá japönskum stjórnvöldum sem birtar verða síðar í vikunni.

Fjárfestirinn Warren Buffett hleypti heldur betur lífi í bandarískan hlutabréfamarkað í gær eftir að hann bauðst til þess að endurtryggja skuldabréf útgefin af sveitarfélögum að virði 800 milljarða dala, tæplega 55 þúsund milljarða króna. Tilboðið, auk áætlana stjórnvalda um aðstoð til lánþega sem eiga í vanda með húsnæðisskuldir ýtti hlutabréfaverði upp. Þannig hækkaði Dow Jones vísitalan um 1,1% Standard & Poor's um 0,7% en Nasdaq stóð í stað.

Milljarðamæringurinn Buffett bauð þremur skuldatryggingarfélögum, MBIA, Ambac og FGIC, 50% álag á að yfirtaka skuldabréfin. Eitt þeirra hafnaði þegar í gær, en ekki er gefið upp hvert það er. Boðið þykir dýrt og því nokkrar líkur á því að öll félögin hafni því, en gengi þeirra allra hefur lækkað nokkuð síðustu daga. Þá nær það aðeins til sveitarfélagabréfa, ekki húsnæðislánavafninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK