Skoða þarf sameiningu banka

Ráðherrar á viðskiptaþingi í dag.
Ráðherrar á viðskiptaþingi í dag. Árvakur/Golli

Tryggvi Þór Her­berts­son, for­stjóri Ask­ar Capital, seg­ir að hefðbund­in hag­stjórn­ar­ráð dugi ekki í dag. Það þurfi að skera upp ís­lenskt fjár­mála­líf. Hér verði að koma á sam­ein­ingu á bönk­um eða öðru þvíum­líku. Seg­ir að þeir sem starfi í fjár­mála­geir­an­um og einka­geir­an­um al­mennt verði að líta í eig­in barm. Nú dugi ekki að hækka eða lækka vexti. Það hafi ekki úr­slitaþýðingu  eins og staðan er nú.

Vanda­mál sem ríkja hér varðandi stöðu krón­unn­ar er sjálf­skipað vanda­mál, sagði Tryggvi Þór í umræðum á Viðskiptaþingi í dag. Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings, og Ró­bert Wessman, for­stjóri Acta­vis, tóku und­ir þetta og sögðu að það væri í hönd­um stjórn­mála­manna að taka ákvörðun um næstu skref.

Hreiðar Már seg­ir nauðsyn­legt að lækka vexti þar sem eng­inn geti staðið und­ir 14% vöxt­um. Seg­ir að Seðlabank­inn verði að lækka vexti á morg­un og fjár­mála­geir­inn verður að hagræða og skoða sam­ein­ingu. Þetta gangi ekki leng­ur eins og staðan er nú. Það geng­ur held­ur ekki að ríkið eigi tvo banka: Íbúðalána­sjóð og Seðlabank­ann. Íbúðalána­sjóður reyni að stela frá bönk­un­um viðskipta­vin­um með því að bjóða 5,5% vexti og Seðlabank­inn láni bönk­un­um á 14% vöxt­um. 

Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýsi, seg­ir að stjórn­völd beri að miklu leyti ábyrgð á stöðu mála á Íslandi í dag og viðskipta­hall­inn sé enn of mik­ill og vext­ir háir. Hún seg­ir að ís­lenska krón­an sé byrði á út­flutn­ings­fyr­ir­tækj­un­um vegna þeirra sveiflna sem ein­kenna hana. Hún seg­ir að það sé hins veg­ar ekki lausn­in að skipta um gjald­miðil held­ur að hlúa bet­ur að hon­um.

Ró­bert seg­ir að ljóst sé að krón­unni verði ekki skipt út á næstu árum og það þurfi að skoða hag­stjórn­ina á Íslandi. Aðgang­ur að láns­fé hafi verið mjög auðvelt og menn hafi í raun geta fengið mun meira fé til umráða held­ur en þeir gátu eytt.

Hvað varðar Acta­vis þá seg­ir Ró­bert að er­lend­ir fjár­fest­ar hafi ekki haft áhuga á því á sín­um tíma á meðan fé­lagið var enn á markaði að fjár­festa í því þar sem hluta­fé hafi verið skráð í krón­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK