Uppselt á Viðskiptaþingið

Uppselt er á Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands sem haldið verður í dag.  Meðal gesta verða lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn. Þingið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 16:30 á morgun. Yfirskrift þingsins er að þessu sinni: „Íslenska krónan: byrði eða blóraböggull?“ og er þingið tileinkað stöðu peningamála á Íslandi.

Erindi munu flytja Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jürgen Stark stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, Richard Portes sérfræðingur í alþjóðafjármálum frá London Business School og Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Exista. Þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, afhenda námsstyrki Viðskiptaráðs.

Þátttakendur í umræðum verða Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings, Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis, Róbert Wessman forstjóri Actavis og Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askar Capital. Fundarstjóri verður Jón Karl Ólafsson, en Þóra Arnórsdóttir, fréttakona, mun stýra umræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka