Laun tveggja forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar námu samtals 300milljónum króna á síðasta ári. Óskar Magnússon, sem hætti störfum forstjóri í byrjun október á síðasta ári og fékk greidd 244,6 milljónir króna í laun. Ekki kemur fram í ársreikningum hve stór hluti þeirrar upphæðar tengist starfslokum. Sigurður Viðarsson, sem tók við, fékk 25,9 milljónir í laun.
Sex framkvæmdastjórar félagsins fengu greiddar samtals 103 milljónir króna í laun á síðasta ári. Stjórnarlaun voru samtals 13,1 milljón króna.