Krónan styrktist í dag, um 0,58%. Gengisvísitala krónunnar var 129,55 í morgun en er nú 128,80. Velta á millibankamarkaði var 28,1 milljarður. Gengi Bandaríkjadollars er nú 66,75 krónur, gengi evru er 97,65 krónur en gengi breska pundsins 131,60.