Nýr hugbúnaður stuðlar að bættri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja

Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, kynnti sér hugbúnaðinn í …
Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, kynnti sér hugbúnaðinn í dag.

Nýr íslenskur hugbúnaður fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, sem leggur til hagkvæmasta fyrirkomulagið að veiðum og vinnslu á fiski og getur aukið virði sjávarfangs, var kynntur í dag. 

Frumgerð að búnaðinum er tilbúin og stefnt er að því að sjávarútvegsfyrirtæki geti tekið hann í notkun á næsta ári.

Hugbúnaðurinn er sá fyrsti sinnar tegunda en hann er samstarfsverkefni matvælarannsóknafyrirtækisins Matís og hugbúnaðarfyrirtækjanna AGR, Maritech og TrackWell.

Samkvæmt upplýsingum frá Matís hefur verið sett upp dæmi um fyrirtæki með einn togbát til veiða og fiskvinnslu staðsetta á Grundarfirði. Til einföldunar er gert ráð fyrir að togbáturinn geti landað á tveimur löndunarhöfnum, Grundarfirði og Höfn á Hornafirði.

Til þess að ákvarða hagkvæmasta fyrirkomulagið að veiðum með FisHmark eru m.a. skoðaðir eftirtaldir þættir: Samanburður á höfnum, leiguverð á kvóta, afköst fiskvinnslu, aflasamsetning, útflutningsálag, lokun svæða, takmörk á kvótaleigu, útgerð án fiskvinnslu og aflahlutir. Miðað við bestu lausn var 9,5% aukinn hagnaður af rekstrinum ef veitt var úti fyrir Vesturlandi í stað veiða suðaustanlands.

Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði Rannís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK