Óbreyttir stýrivextir

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Árvakur/Ómar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75%. Er þetta í samræmi við spá greiningardeilda. Bankastjórn mun kynna rök fyrir ákvörðun sinni á sérstökum fundi sem sjónvarpað verður á vef bankans klukkan 11.

Samkvæmt áður birtri áætlun verður næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti birt fimmtudaginn 10. apríl 2008.

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,45% þann 1. nóvember sl. en á auka vaxtaákvörðunardegi þann 20. desember sl. ákvað bankastjórnin að halda vöxtum óbreyttum. Stýrivaxtahækkunin í nóvember var eina stýrivaxtahækkun Seðlabankans á síðasta ári en þeir höfðu verið óbreyttir frá því í lok árs 2006, 13,3%. Alls voru vextirnir hækkaðir sjö sinnum á árinu 2006 um samtals 3,3 prósentustig. Frá því í maí árið 2004 hafa vextirnir hins vegar verið hækkaðir nítján sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK