Forsætisráðherra, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra, munu eiga fund með aðilum á fjármálamarkaði klukkan 13:30 í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Fram kom í ræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra í gær á viðskiptaþingi, að ríkisstjórnin telur eðlilegt að vera í viðbragðsstöðu og undirbúa ráðstafanir í því skyni að draga úr neikvæðum afleiðingum hugsanlegrar lánsfjárkreppu á alþjóðamörkuðum.