Spá mikilli hækkun verðlags í febrúar

Greiningardeild Landsbankans spáir því, að vísitala neysluverðs hækki um 1,1% milli febrúar og mars og 12 mánaða verðbólga hækki þá í 6,5%. Hún mældist 5,8% í janúar.

Landsbankinn segir að gangi spáin eftir hafi  tólf mánaða verðbólga ekki verið hærri  frá því í febrúar 2007 áður en virðisaukaskatts á matvæli var lækkaður.

Spá Landsbankans miðar m.a. við að útsölum er að ljúka, húsnæði hefur hækkað í verði og verð á eldsneyti og bílum hefur hækkað.

Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna þann 26. febrúar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK