Grunaður um skattsvik

Gögn í máli Klaus Zumwinkel flutt á brott af skrifstofu …
Gögn í máli Klaus Zumwinkel flutt á brott af skrifstofu þýska póstsins í Köln. Reuters

For­stjóri Deutsche Post, Klaus Zumw­in­kel, hef­ur boðist til þess að segja af sér þar sem hann er grunaður um skattsvik. Stend­ur yfir rann­sókn á því hvort hann hafi svikið und­an skatti um 1 millj­ón evra  í gegn­um fjár­fest­ing­ar í Liechten­stein, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyti Þýska­lands.

Mun stjórn Pósts­ins taka ákvörðun um hvort af­sögn Zumw­in­kel taki gildi á fundi sín­um á mánu­dag. Sam­kvæmt tals­manni Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, styður rík­is­stjórn­in af­sögn hans.

Zumw­in­kel hef­ur stýrt Deutsche Post, sem er í meiri­hluta eigu þýska rík­is­ins frá ár­inu 1990. Hann er einnig stjórn­ar­formaður Deutsche Telekom auk þess sem hann sit­ur í stjórn þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa og stjórn banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Morg­an Stanley. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK