Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur að Seðlabankinn hefði átt að hefja vaxtalækkunarferli sitt í gær. „Vextir í mörgum af okkar helstu viðskiptalöndum hafa farið lækkandi og vaxtamunur við útlönd því í raun hækkað. Það eru skýr merki komin fram um umtalsverðan samdrátt í efnahagslífinu og því hefði verið full ástæða til að hefja lækkunarferlið strax.“