Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu

Banka­stjór­ar Kaupþings, Lands­bank­ans og Glitn­is segja stöðu ís­lensku bank­anna sterka en að ljóst sé að skulda­trygg­inga­álag á bank­ana sé of hátt og ekki í takti við áhættu­stig þeirra. Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formaður Baugs og FL Group, seg­ir í viðtali við Markaðinn sem birt verður á Stöð 2 á mánu­dag­inn að staða banka­kerf­is­ins sé mun verri en al­mennt sé talað um og að skulda­álag á ís­lensku bönk­un­um taki mið af því að þeir séu hrein­lega gjaldþrota.

Í broti úr viðtal­inu sem sýnd voru í þætti Markaðar­ins í gær­kvöldi seg­ir Jón Ásgeir að þetta sé nokkuð sem þurfi að hafa áhyggj­ur af og sé stór­hættu­legt fyr­ir ís­lensku bank­ana.

Íslensku bank­arn­ir með sterk­ustu bönk­um í Evr­ópu

Hall­dór J. Kristjáns­son, banka­stjóri Lands­bank­ans seg­ir rétt að gera sér grein fyr­ir því að tölu­verður mun­ur sé á ís­lensku bönk­un­um, þeir séu mjög mis­jafn­lega metn­ir er­lend­is og ekki sé hægt að setja þá alla und­ir sama hatt. Seg­ir Hall­dór vitað að skulda­trygg­inga­álag Lands­bank­ans sé inn­an við 50% af því sem það sé hjá hinum bönk­un­um tveim­ur. Því sé ekki rétt að tala líkt og það sama gildi um allt banka­kerfið.

Hall­dór seg­ir skulda­trygg­inga­álag mjög hátt í heim­in­um í dag og eig­in­lega úr takti við allt áhættumat á bönk­un­um. „Það er vel viður­kennt að skulda­trygg­inga­álög­in við nú­ver­andi aðstæður á markaði gefa ekki til kynna rétt mat á áhættu­stigi hvers banka."

Hann bend­ir á að ef horft sé til annarra banka í heim­in­um t.d. írskra og breskra þá sé þar sömu sögu að segja. Hall­dór seg­ir hins veg­ar áhyggju­efni að álög séu al­mennt svona há.

„En sem bet­ur fer er þetta tíma­bundið mat, sem ber að taka al­var­lega, en end­ur­spegl­ar þó ekki annað en þá lausa­fjár­stöðu sem er í heim­in­um al­mennt." 

Hall­dór seg­ir ís­lensku bank­ana þó standa mjög vel og vera með þeim sterk­ustu í Evr­ópu, en lendi í því líkt og bank­ar um all­an heim að vegna stöðunn­ar á lausa­fjár­mörkuðum séu álög svo há sem raun ber vitni. Þá bend­ir Hall­dór á að láns­hæf­is­mat Fitch á ís­lensku bank­ana hafi hald­ist óbreytt lengi og að til­kynn­ingu Moo­dy's um að end­ur­skoða láns­hæf­is­mat bank­anna beri að skoða með það í huga að matið sé nú mun hærra en það var fyr­ir rúmu ári.

Skýr­ing­una að finna í fram­boði og eft­ir­spurn

Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings Group, seg­ir að staðan sé tölu­vert betri en markaðsaðilar al­mennt geri sér grein fyr­ir, og margt já­kvætt hafi verið að ger­ast að und­an­förnu.

„Jón Ásgeir verður að tjá sig um þau fyr­ir­tæki sem hann teng­ist, og Kaupþing er ekki eitt af þeim"

Hreiðar seg­ist telja að skulda­álagið muni lækka á kom­andi mánuðum þegar menn sjái hver staðan sé raun­veru­lega. Skýr­ing­ar á stöðunni seg­ir Hreiðar að megi fyrst og fremst finna í fram­boði og eft­ir­spurn, mikið af skulda­bréf­um hafi verið gefið út og í kjöl­far minnk­andi lausa­fjár á mörkuðum hafi eft­ir­spurn minnkað veru­lega.

„Þetta eru hins veg­ar ekki þau kjör sem við erum að sætta okk­ur við í fjár­mögn­un bank­ans í dag."

Óviðun­andi „Íslands­álag"

Lár­us Weld­ing, for­stjóri Glitn­is, tek­ur í svipaðan streng og banka­stjór­ar hinna bank­anna tveggja og seg­ir ástandið fyrst og fremst end­ur­spegla stöðuna á er­lend­um mörkuðum.

„Það sem stjórn­ar­formaður FL Group bend­ir á er svipað því sem komið hef­ur fram hjá okk­ur sem störf­um í bönk­un­um,  sem er að skulda­trygg­ingarálag ís­lensku bank­anna er óviðun­andi sem stend­ur og mun hafa íþyngj­andi áhrif á starf­semi bank­ana ef eng­in breyt­ing verður þar á."

Þá seg­ir Lár­us að horfa verði til þess að skulda­trygg­inga­álagið sé al­mennt hærra fyr­ir öll fjár­mála­fyr­ir­tæki nú en áður hafi verið enda ríki lausa­fjár­kreppa á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum.

„Það virðist þó vera sem að ís­lensku bank­arn­ir þurfi, eins og staðan er núna, að greiða einskon­ar Íslands­álag fyr­ir fjár­magn og það er sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra, bank­anna, fjár­festa og stjórn­valda og að vinna sam­an að því að koma lána­kjör­um okk­ar í eðli­legra og meira viðun­andi horf."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka