Viðskiptum með hlutabréf í breska bankanum Northern Rock hefur verið hætt í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um að þjóðnýta bankann, sem átt hefur í miklum rekstrarerfiðleikum. Alistair Darling fjármálaráðherra tilkynnti ákvörðunina í gær, og sagði að gefist hafi verið upp á að reyna að finna einkaaðila til að kaupa bankann.