Verð á hráolíu fór í 100,10 dali tunnan í viðskiptum í New York í dag og hefur aldrei verið hærra. Helsta skýring hækkunarinnar munu vera getgátur um að OPEC ríkin, sem framleiða um 40% allrar olíu á markaði í dag, ætli að draga úr olíuframleiðslu eftir fund sinn í Vín þann 5. mars.