Spyr út í kaupréttarsamninga Glitnis

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta og hluthafi í Glitni, hefur sent stjórn Glitnis fyrirspurn þar sem hann óskar eftir því að fá uppgefið hvernig hagsmuna hluthafa Glitnis er gætt í gildandi kaupréttarsamningum við starfsmenn bankans. 

Spyr hann sérstaklega út í kaupréttarsamning við forstjóra bankans fyrir 150 milljónum hluta á genginu 26,6 samtals að fjárhæð 3.990 milljónir króna. 

„Bent er á að kaupréttarsamningar byggjast á ráðstöfun á óseldum hlutum, sem hluthafar eiga að öðru jöfnu forkaupsrétt að. Þessi forgangsréttur felur í sér verðmæti fyrir hluthafa, sem stjórn ber að gæta að eins og annarra hagsmuna hluthafa bankans.

Við hvaða starfsmenn Glitnis banka hf hefur stjórn félagsins gert kaupréttarsamninga og eru í gildi í dag?

Hve hár er kaupréttur við hvern og einn starfsmann, hvert er samningsgengi í einstökum samningum og hvert er viðmiðunargengi í samningunum?

Í hvaða tilfellum er viðmiðunargengi kaupréttarsamninganna stundargengi á samningsdegi eða á síðustu 10 – 20 dögum fyrir gerð samnings?

Hvaða ástæður lágu til þess að gerður var kaupréttarsamningur við forstjóra bankans fyrir 150 milljónum hluta á genginu 26,6, samtals að fjárhæð 3.990.000.000, og hver er áætlaður kostnaður Glitnis banka af þessum samningi? 

Hver eru áhrif þessa samnings á  hagnað á hlut annarra hluthafa vegna þessa samnings?

Á hvern hátt eru gildandi kaupréttarsamningar tengdir við afkomu bankans, ávöxtun eigin fjár, breytingar á markaðsgengi hlutabréfa og viðmiðun við markaðsvísitölur hlutabréfa?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK