Olíuverð í 101,27 dali

Verð á hráolíu fór í kvöld upp í 101,27 dali á markaði í New York og hefur aldrei verið hærra í dölum talið. Verðið hefur hækkað mikið síðustu daga og er það rakið til þess, að miðlarar óttast að OPEC-ríkin ákveði á næstunni að draga úr olíuframleiðslu.

Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna munu koma saman í Vínarborg í byrjun mars. Sérfræðingar búast við því, að þar verði ákveðið að draga úr framleiðslunni í ljósi þess að brátt fer að vora og þá dregur úr eftirspurn eftir húshitunarolíu. Þá er talið, að OPEC-ríkin meti það svo, að minnkandi umsvif í bandaríska hagkerfinu muni einnig draga úr eftirspurn. 

Miðlarar hafa einnig nokkrar áhyggjur af deilu milli olíufélagsins ExxonMobil og ríkisstjórnar Venesúela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK