Verð á hráolíu fór í 100,40 dali á markaði í New York síðdegis og hefur aldrei verið hærra í dölum talið. Er verðhækkunin aðallega rakin til ótta miðlara við að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, ákveði á næstunni að draga úr framleiðslu.
Verðið lækkaði á ný á markaði í New York í 99,85 dali. Í Lundúnum lækkaði olíuverð í dag og var 97,96 dalir nú undir kvöld.