Tekjutap upp á 7-8 milljarða verði loðnuveiðum hætt

Lítið hefur fundist af loðnu og blasir við að frekari …
Lítið hefur fundist af loðnu og blasir við að frekari loðnuveiðar verði bannaðar.

Fátt annað er í stöðunni en að stöðva loðnu­veiðar að mati Friðriks Arn­gríms­son­ar fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna en hann seg­ir út­litið mjög dökkt í grein­inni.

Millj­arða krónu tekjutap vof­ir yfir fyr­ir­tækj­um í veiðum og vinnslu á loðnu, verði loðnu­veiðar stöðvaðar í dag, en það verður gert vegna þess að ekki hef­ur tek­ist að mæla nægi­lega mikið af loðnu til að standa und­ir þeirri veiðireglu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar að tryggja nægi­lega hrygn­ingu nú í vet­ur. Þó ber að taka það fram að mikið tap vof­ir einnig yfir verði veiðum haldið áfram þar sem loðnu­afli hef­ur verið langt und­ir vænt­ing­um  það sem af er þess­ari vertíð.  

Loðnan er tal­in vera um tveim­ur vik­um síðar á ferðinni nú en venju­lega, en hún er óút­reikn­an­leg og því ekki loku fyr­ir það skotið að hún skili sér.

Stíft var fundað um málið hjá LÍÚ í morg­un og seg­ir Friðrik að gangi þetta eft­ir geti það skipt sköp­um í rekstri margra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Að sögn Friðriks hef­ur meðal­vertíð und­an­far­inna ára skilað um 12 millj­örðum króna í tekj­ur, en fari allt á versta veg sé út­lit fyr­ir að tekjutap sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæka verði um 7-8 millj­arðar.

Afla­brest­ur­inn mun einnig hafa áhrif á af­komu sjó­manna og starfs­menn vinnslu­fyr­ir­tækja í landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK