„Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar eru framundan," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Glitni á aðalfundi bankans í dag. Reiknað er með að Þorsteinn Már verði kjörinn stjórnarformaður bankans.
Sagði Þorsteinn Már, að bankinn yrði að sýna aðhald að tillaga, sem hann lagði fram á aðalfundinum um að þóknun stjórnar- og varastjórnarmanna yrði lækkuð verulega, mætti túlka sem ábendingu um að hann teldi að skoða ætti alla möguleika í þessum málum og að stjórn Glitnis geti ekki verið þar undanskilin frekar en aðrir.
Þorsteinn sagði einnig, að breikka þyrfti hluthafahóp bankans og hann horfði einkum til lífeyrissjóðanna í því sambandi.