Mjög dró úr hagnaði Icelandair

mbl.is/GSH

Hagnaður Icelandair Group eftir skatta árið 2007 var 257 milljónir króna samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað 2006. Tap félagsins eftir skatta á fjórða ársfjórðungi 2007 var 780 milljónir króna samanborið við 551 milljónar króna tap á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur ársins 2007 voru 63,5 milljarðar króna en voru 56,1 milljarður króna 2006 og jukust um 13% á milli ára. Heildartekjur á fjórða ársfjórðungi 2007 voru 15,3 milljarðar króna samanborið við 12,6 milljarða á sama tíma í fyrra og jukust um 22% á milli ára.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að afkoman sé í samræmi við spá  í nóvember. Ljóst sé, að afkoma
félagsins þurfi að batna en hann sé bjartsýnn á framhaldið. 

Tilkynning Icelandair Group

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK