Segir kauprétti ekki hag hluthafa

Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, heilsar Vilhjálmi Bjarnasyni á …
Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, heilsar Vilhjálmi Bjarnasyni á aðalfundi bankans í gær. Á milli þeirra er Lárus Welding, forstjóri. Árvakur/Golli

Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ og formaður Samtaka fjárfesta, var ekki sáttur við þau svör sem hann fékk við spurningum sínum á aðalfundi Glitnis í gær. Spurningarnar vörðuðu kauprétti stjórnenda og starfsmanna bankans og birtust í blaðinu í gær.

Spurningunum var annars vegar svarað með yfirlýsingu frá stjórn Glitnis og hins vegar af Þorsteini M. Jónssyni, fráfarandi stjórnarformanni bankans. Þar kom fram að kaupréttarsamningar við stjórnendur væru til þess gerðir að tvinna saman hagsmuni hluthafa og stjórnenda. Starfsfólk með kauprétti hefði hvata til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði og því nytu hluthafar góðs af gerð kaupréttarsamninga.

Vilhjálmur svaraði því til að þeir samningar sem gerðir hefðu verið væru hluthöfum ekki til góða og sagðist myndu senda bankastjórn bréf þar sem hann rökstyddi þá skoðun sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK