Fleiri starfslokasamningar verða ekki gerðir hjá Glitni

Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson. Árvakur/RAX

Þorsteinn  Már Baldvinsson, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir að meðan hann sitji sem formaður, verði ekki gerðir frekari starfslokasamningar. Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta.

Þetta kemur fram í viðtali við Þorstein Má í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn útilokar ekki að síðar verði gerðir kaupréttarsamningar við starfsmenn bankans, en segir að slíkir samningar verði háðir því að raunverulegur árangur náist. „Ég tel að starfsmenn eigi að hafa ávinning af því þegar fyrirtæki gengur vel,“ segir Þorsteinn Már.

Kostnaður niður um þónokkra milljarða

Fram kemur í máli Þorsteins Más að ráðningarstopp ríkir í Glitni í dag. Miðað við starfsmannaveltu á bilinu 10% til 15%, gæti það jafngilt fækkun starfsmanna á árinu um 230 til 270 manns, hér á Íslandi og í öðrum löndum. Þorsteinn Már segir að ekki sé hægt að bjóða starfsfólki bankans upp á óvissu um atvinnu sína í marga mánuði. Stjórn og stjórnendur Glitnis verði að ákveða á næstu vikum hvað verði gert.

Vill sameiningu í bankakerfinu

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK